Steinar Svan Birgisson valinn listamaður Listar án landamæra 2021


Frá stofnun Listar án landamæra hefur hátíðin valið einn framúrskarandi listamann úr röðum fatlaðra listamanna sem listamann hátíðarinnar.

Steinar Svan Birgisson hefur verið valinn listamaður Listar án landamæra árið 2021. Verk eftir hann munu prýða allt kynningarefni hátíðarinnar á hátíðin í ár, sem mun opna 26. október og standa til 7. nóvember. Á dagskrá verður meðal annars einkasýning með myndlistarverkum Steinars sem og gjörningalistarviðburður. 

Nánar má lesa um Steinar Svan hér

Við óskum Steinari innilega til hamingju með titilinn!

Í valnefnd um listamann Listar án landamæra 2021 sitja:

  • Helga Matthildur Viðarsdóttir, myndlistarmaður, listamaður hátíðarinnar 2020

  • Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra

  • Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður og fulltrúi BÍL

  • Gísli Arnarsson, fulltrúi Hönnunarmiðstöðvar

  • Ýr Jóhannsdóttir, textíl-listakona og hönnuður

  • Brynja Björnsdóttir, leikmyndahönnuður


List án landamæra