Myndir frá hátíðinni 2024

 

Takk fyrir okkur gestir og listafólk Listar án landamæra 2024!

Það er ein myndlistarsýning ennþá uppi, Hjartslættir í Gerðubergi stendur til 4. janúar, en annars eru allar sýningar og viðburðir hátíðarinnar liðin í bili. Hátíðin stóð í raun í allt haust, frá opnun einkasýningar Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur, listamannskju ársins 2024, í Hafnarborg í ágúst (myndir hér!). Hátíðin náði svo ákveðnum hápunkti með opnunum, danssýningu, tónleikum og markaði í lok október og byrjun nóvember. Við þökkum öllum styrktaraðilum, samstarfsaðilum, sjálfboðaliðum og að sjálfsögði listafólkinu fyrir frábært ár. Hér má sjá smá yfirlit yfir viðburði haustsins, Leifur Wilberg Orrason ljósmyndaði


Opna hús Listar án landamæra á Hverfisgötu 94

11. október - 3. nóvember 2024

List án landamæra tók á leigu rými á Hverfigötu 94 til skamms tíma (alls 6 vikur). Þar var myndlistarsýning og samkomurými, opið var frá 12:00-17:00 alla daga nema sunnudaga og mánudaga.

Listafólk

Ármann Kummer

Þorbjörg Esther Finnsdóttir

Þorvaldur Arnar Guðmundsson

Anna Henriksdóttir

Kristinn Arinbjörn Guðmundsson

María GísladóttirBrandur Karlsson

Birkir Sigurðsson

Guðmundur Stefán Guðmundsson

Elín Fanney Ólafsdóttir

Elín Sigríður María Ólafsdóttir

Katrín Guðrún Tryggvadóttir


HJARTSLÆTTIR í Gerðubergi

Myndlistarsýning

12. október 2024 - 4. janúar 2025

Hjartans mál eru stóru málin en líka lítil augnablik milli ástvina. Hjörtu eru rómantísk en geta líka verið hrollvekjandi. Hjörtu tákna ástina en líka líf og dauða. Hjörtu slá í takt, hjúkrunarfræðingur mælir blóðþrýstinginn og hjartaknúsarinn gefur þér bangsa á valentínusardaginn.

Listafólk

Ásta Olsen

Elfa Björk Jónsdóttir

Ingiríður Halldórsdóttir

Jóna Lára Ármannsdóttir

Óskar Theódórsson

Pálína Erlendsdóttir

Vigdís Sigurlaug Kjartansdóttir

Þórunn Klara Hjálmarsdóttir


Snorri Ásgeirsson í Gallerí Fold

12. október - 3. nóvember 2024

Einkasýning Heiðurslistamanns Listar án landamæra 2024 í Gallerí Fold. Sýnd voru nýleg verk sem Snorru vinnur með trélit og túss, hann teiknar endurtekin strik á stórar pappírsarkir sem saman mynda dáleiðandi heild sem minna á akur, ólgusjó eða úrkomu. Snorri beitir sömu aðferð við hverja mynd en í fjölbreyttum litum, þegar verkin eru skoðuð saman sést breytileikinn í hverri mynd, öldurnar sveigjast í ólíkar áttir, þrjú lítil blá strik dúkka upp í annars alveg bleikri mynd, kerfi innan kerfisins tekur á sig mynd. Samhliða nýjustu myndunum voru eldri verk til sýnis, tréblýantsverk sem eru annarsvegar abstrakt og nokkur fígúratív verk.

Snorri byrjaði að fást við myndlist fyrir um 25 árum síðan í listasmiðju Bjarkarás. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum á vegum Listar án landamæra m.a. í Listasal Mosfellsbæjar 2013 ásamt Helga Þorgils Friðjónssyni myndlistarmanni. Á yfirlitssýningu Snorra í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík 2020 var gefin út bók með úrvali af myndum eftir Snorra. Árið 2022 tók Snorri þátt í sýningarröðinni Umhverfing ásamt Halldóri bróðir sínum í Ólafsdal í Dölunum.


AMERÍSKIR DRAUMAR í Listasal Mosfellsbæjar

19. október - 2. nóvember 2024

Samsýning myndlistarfólks sem á einn eða annan hátt fjalla um sögu, menningu eða áhrif Bandaríkjanna.

Listafólk

Kaja María Meleró Valsdóttir

Kaja María Meleró Valsdóttir er fædd 13. maí 2003. Hún lauk námi úr Myndlistaskóla Reykjavíkur, eins árs nám fyrir fatlað fólk, fyrr á þessu ári 2024. Kaja vinnur teikningar, málverk, klippimyndir og leirverk en árið 2023, nánar tiltekið 11. september, ákvað hún að heiðra minningu þeirra sem féllu í árásinni á Tvíburaturnana í New York með því að skrifa upp öll nöfn þeirra. Þetta gerði hún milli kennslustunda í myndlistaskólanum. Gjörningurinn tók marga mánuði, eða til 3. maí ársins á eftir. Samhliða verkefninu safnaði Kaja öllum upplýsingum sem hún gat um atburðinn, á neðsta blaði í hægri “turnininum” eru nokkrar staðreyndir sem hún safnaði saman. Verkið er átakanleg og einlæg tilraun manneskju sem fæddist eftir 9/11 til að átta sig á stærðargráðu þessa hryllilega atburðs, og lifandi dæmi um það að saga nútímans skiptist í tímabilin fyrir og eftir 9. september 2001.

Lilja Dögg Birgisdóttir

Lilja Dögg er fædd 17. október 1970. Lilja Dögg var í Öskjuhlíðarskóla og hefur lengst af unnið á vinnustofunni Ás. Í vor útskrifaðist hún af eins árs diplómanámi í myndlist fyrir þroskahamlaða. Lilja Dögg elskar að mála, dansa og fara í bíó og leikhús. Verkið hér til sýnis samanstendur af átta málverkum, kúrekahöttum og myndbandi. Málverkin og hattarnir endurspegla hugarheim listakonunnar sem einkennist af gleði og ævintýrum. Gleðin birtist í verkunum sem sterkir og fallegir litir sem valdir eru af innsæi. Ólíkum formum er beitt og pensilförin eru í senn bæði gróf og fín. Fígúrur eru á ferð og flugi og doppur í ýmsum litum lýsa upp myndfletina. Hattarnir og myndbandið tengjast áhuga hennar á villta vestrinu, kúrekum og bíómyndum og einnig æskuminningum hennar með fjölskyldunni sinni.

Ian Anthony Cathcart-Jones

Ian Anthony Cathcart-Jones fæddist 7. september 1998 í Reykjavík. Hann er búsettur í Breiðholti og vinnur á vinnustofu Geitunganna í Hafnarfirði. Ian hefur frá barnsaldri haft unun af því að teikna og þá sérstaklega eftir fyrirmyndum. Ian hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpi og hefur hann síðustu árin gert ótrúlega nákvæmar eftirmyndir af kredit-listum kvikmynda. Skrif / teikningar Ians af kreditlistum Hollywoodmynda eru fallegar á að líta en vekja líka upp hugmyndir um þann fjölda fólks sem kemur að gerð hverrar kvikmyndar. Langa textann sem fæstir gefa sér tíma í að lesa í lok bíóferðar hefur hann gaumgæfilega stúderað og komið snyrtilega niður á blað. Framleiðslan hjá Ian er mjög mikil, til sýnis eru tugir verka en hann hefur gert nokkur hundruð. Fjöldinn endurspeglar líka það mikla magn af bandarískum kvikmyndum sem koma út á hverju ári.

Guðrún Lára Aradóttir

Guðrún Lára Aradóttir fæddist árið 1951. Guðrún Lára gekk í Brúarlandsskóla í Mosfellsbæ, Höfðaskóla í Reykjavík og lauk tveggja ára námi í Húsmæðraskólanum að Staðafelli. Hún hefur auk þess sótt mörg námskeið á vegum Fjölmenntar á Selfossi. Guðrún Lára hefur unnið lengst af hjá Styrktarfélaginu Ási og þá mest á saumastofunni. Guðrún Lára flutti til Sólheima í Grímsnesi fyrir um 15 árum og hefur starfað þar síðan.  Á Sólheimum hefur hún starfað í vefstofu, leirgerð, kertagerð og smíðastofu. Guðrún Lára hefur tekið þátt í leikfélagi Sólheima og sýnt með því m.a. í Þjóðleikhúsinu og í Madrid á Spáni. Þá hefur hún verið í Sólheimakórnum, bjöllukór Sólheima og stundað tónlistarnám á Sólheimum. Guðrún Lára hefur sýnt útsaumsmyndir, leirverk og verk unnin í tré á fjölda samsýninga á Sólheimum. Hún hefur einnig tekið þátt í sýningum á vegum Listar án landamæra. Verkið sem hér er til sýnis er af stórstjörnunni Dolly Parton.

Vilhjálmur Guðmundsson

Vilhjálmur Guðmundsson er fæddur 25. júni 1973. Hann stundaði nám í Öskjuhlíðarskóla tipl 16 ára aldurs. Listrænir hæfileikar komu snemma í ljós á barnsaldri. Hann hafði mikinn áhuga á að líma flugvélamódel sem barn. Hann hafði snemma mikinn áhuga á að horfa á kvikmyndir og á unglingsárum teiknaði hann í mörg ár eingöngu hákarlamyndir. Fyrir ca 25 árum síðan varð hann heillaður af Suðurríkjunum og í kjölfarið byrjaði hann að teikna efni sem tengdist Suðurríkjahernum. Teikningarnar hér til sýnis sýna soldáta beggja megin við Þrælastírðið 1861-65. Vilhjálmur eða Villi eins og hann vill láta kalla sig, er sjálfmenntaður í sinni list. Í dag þreifar hann sig áfram með allskonar hugmyndir eins og að taka myndir á símann af skýjum, teikna myndir af eldgosum og saga út í tré.


Tónleikar í Salnum í Kópavogi

20. október 2024

Skemmtileg tónleikadagskrá með fjölbreyttum atriðum frá Bjöllukór Tónstofu Valgerðar, Fjölmennt og Taiko trommusmiðju Sólheima.

Á undan tónleikunum, klukkan 14:00, var opin og ókeypis smiðja, kennsla í Taiko trommuslætti, fyrir alla aldurshópa.

Flytjendur frá Tónstofu Valgerðar:
Bjöllukórinn hlaut heiðursverðlaun sem listhópur Listar án landamæra árið 2024. Í dag eru meðlimir kórsins tólf; Ásdís Ásgeirsdóttir, Auðun Gunnarsson, Gísli Björnsson, Gauti Árnason, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Edda Sighvatsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Rut Ottósdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Hildur Sigurðardóttir, Erna Sif Kristbergsdóttir, og Íris Björk Sveinsdóttir.
Stjórnandi: Valgerður Jónsdóttir
Bjöllukórinn hefur margsinnis komið fram á vegum Listar án landamæra og í tvígang á Listahátíð í Reykjavík. Þau hafa leikið með fjölbreyttu listafólki, m.a. Möggu Stínu, Sigur Rós, Retro Stefsson og Högna Egilssyni.

Cristina-Elena Furdui söng og lék á hljómborð og ukulele

Flytjendur frá Fjölmennt:
Kór Fjölmenntar
Kvennahljómsveitin Píurnar og haustið
Píanóleikur: Soffia Þorkelsdóttir, Jón Hlöðver Loftsson og Runólfur Sæmundsson
Stjórnendur og meðleikarar: Rósa Jóhannesdóttir, Elsa Waage, Birgir Hansen og Helle Kristensen

Kynnar:
Stása Þorvaldsdóttir og Ása Fanney Gestsdóttir

List án landamæra